Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

Stundin.is greinir frá

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

„Kjaradeila sem beinist fyrst og fremst að Alþingi og ríkisstjórn en ekki að vinnuveitendum er pólitísk kjaradeila og sem slík brot á vinnulöggjöfinni.“ Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að fara fram með slíkum hætti.“

Þorsteinn gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að hafa gefið launþegahreyfingunni of miklar væntingar um skattalækkanir til að liðka fyrir kjarasamningum. „Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun. Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að leiða kjaraviðræður eða ætla sér of stórt hlutverk við lausn þeirra. Ábyrgð á lausn kjaradeilna liggur alltaf fyrst og síðast hjá aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði hann.

Nánar á

https://stundin.is/grein/8485/

Nýjast