Sakar blaða­menn um að af­baka rannsókn á kötlu

Evgenia Ilynskaya, einn höfunda greinar um niðurstöður á útstreymi koltvísýrings úr Kötlu, gagnrýnir blaðamenn Sunday Times harðlega fyrir rangan fréttaflutning um Kötlu. Breski fréttamiðillinn The Sunday Times fjallaði nýverið um rannsókn Evgeniu og samstarfsfólks hennar og er fyrirsögn fréttarinnar „Íslenski risinn við það að gjósa.“ Evgenia er afar ósátt með fréttaflutninginn, sem og fyrirsögnina, sem hún segir alranga.

Rangt að segja að Katla sé við það að gjósa

„Eftir tuttugu mínútna samtal við blaðamanninn sagði ég skýrt að við værum ekki í neinni stöðu til að segja fyrir um hvort Katla sé við það að gjósa, eða að hraunkvika sé að byggjast upp,“ ritar Evegnia á Facebook-síðu sína þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með  >span index=\"11\">Sunday Times, sem hún sakar um að feta í fótspor sorpblaðamennsku.

Eins segir Evgenia hafa tekið skýrt fram að þau gríðarlegu áhrif sem öskugosið í Eyjafjallajökli olli fyrir tæpum tíu árum hafi verið afar óvenjuleg og ólíklegt að Kötlugos hefði álíka afleiðingar. Blaðamaður  >span index=\"15\">Sunday Times hafi samt sem áður haft hið gagnstæða eftir Evgeniu og sagt að gosið gæti haft mikil áhrif á flugumferð. Að lokum segist hún aldrei hafa talað við blaðamenn um að hraunkvika byggist upp í Kötlu, slíkt komi hvergi fram í rannsókninni.

„Þetta gefur ekki bara rangar upplýsingar til lesenda hendur grefur undan mér sem vísindamanni og sérfræðingi í mínum vettvang,“ ritar hún að lokum.

Fjölmiðlar misskilja niðurstöðuna 

Magnús Tumi Guðmundsson, doktor í jarðeðlisfræði og prófessor við Háskóla Íslands, sagði nýverið að fjölmiðlar misskildu þýðingu niðurstaðna greinar sem segir frá því að Katla sé í flokki með þeim eldfjöllum sem losa hvað mest koltvíoxíð.

Magnús Tumu sagði niðurstöðurnar engu svara um hvort að gos sé í aðsigi eða hve stórt næsta gos verður, enda sé ekki fjallað um það í greininni. „Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi,“ ritaði Magnús á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands