Saga teiknimynda á hvíta tjaldinu

Í kvöld verður saga teiknimynda rakin í kvikmyndaþættinum Hvíta tjaldið á Hringbraut. Fjallað verður meðal annars um köttinn Felix, en hann var fyrsta teiknimyndastjarnan ef svo má að orði komast. Ennfremur verður greint frá myndveri Walts Disney og Mikka mús.

Í síðari helmingi þáttarins verður svo gerð tilraun til að skyggnast bakvið tjöldin hjá leikaranum Tom Hanks, en hann hefur leikið í fjölda kvikmynda, meðal annars í teiknimyndinni Leikfangasaga (Toy Story).

Hvíta tjaldið er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga kl. 21:30.