Rudy giuli­ani kemur inn í teymi trumps

Rudy Giuli­ani, eindreginn stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri í New York, mun koma inn í lögfræðiteymi forsetans. 

Jay Seku­low lögmaður forsetans tilkynnti þetta í gær. Haft var eftir Guiliani að hann vonaðist eftir að ná að semja um lok rannsóknar sérstaks saksóknara vegna þess að það yrði samfélaginu til góðs og vegna þess að hann virti forsetann og Mueller saksóknara mikils.

Giuliani sagði í samtali við CNN um aðkomu sína að hún yrði „ takmörkuð“. Hún myndi aðallega felast í að vera í sambandi við Mueller og aðstoða við að klára málið. Það þyrfti bara „að ýta smá“ á það.

Giuli­ani bætti því við að hann hefði þekkt Mueller lengi. Þeir hafi unnið saman í dómsmálaráðuneytinu og eins þegar Mueller var forstjóri FBI og Guiliani borgarstjóri. Hann sagðist ætla að fá lista frá Mueller yfir það sem upp á vantaði í rannsókninni frá forsetanum sem fyrst og að væntanlega yrði hægt að uppfylla það á nokkrum vikum. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við hugmyndir um að reka Mueller.