Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér

„Skaðinn er skeður. Fréttir voru drepnar og við höfum þurft að leggja út fyrir ómældum kostnaði og orku í að berjast fyrir tjáningarfrelsinu og rétti almennings til upplýsinga.“

Þetta segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar um lögbannsmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í dag þess efnis að blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media væru sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco.

Stefnandi, Glitnir Holdco, gerði kröfu um að lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 16. október 2017 yrði staðfest og að óheimilt væri að birta fréttir upp úr þrotabúi bankans.

Nánar á

https://www.visir.is/g/2019190329572