Ritstjóri fréttablaðsins hættir

Kjartan Hreinn Njálsson hefur ákveðið að hætta á Fréttablaðinu. Frá þessu er greint á Vísi. Fyrir sjö árum hóf Kjartan störf á Vísi, þá næst Stöð 2 áður en hann tók við stöðu aðstoðarritstjóra hjá Fréttablaðinu 2017 en varð síðan ritstjóri við hlið Ólöfu Skaftadóttur.

Á Vísi er haft eftir Kjartani að hann kveðji gamla vinnustaðinn í fullkominni sátt. Kjartan tjáir sig einnig á Facebook. Þar segir Kjartan:

„Það hefur því verið mikill heiður að fá að vinna á Fréttablaðinu og með öllu því einstaka fólki sem þar er. Þegar líða fer að starfslokum mínum á Fréttablaðinu þá mun ég fyrst og fremst kveðja þennan merkilega hóp með söknuði.

Blaðamenn á öllum ritstjórnum vinna með eindæmum óeigingjarnt starf, flestir gera það af heilindum og miklum sóma, og það nánast án undantekninga við erfiðar aðstæður. Á Fréttablaðinu, og raunar einnig á ritstjórnum Stöðvar 2 og Vísis, hef ég fengið að kynnast þessu hugsjónafólki og eignast þar vini til lífstíðar.“