Sjálfstæðisflokkurinn fær allt sitt

Björgvin G. Sigurðsson og Steingerður Steinarsdóttir ræddu nýja stjórn:

Sjálfstæðisflokkurinn fær allt sitt

Ný ríkisstjórn landsmanna verður jafn veik og erindi hennar er óljóst að mati ritstjóranna Björgvins G. Sigurðssonar og Steingerðar Steinarsdóttur sem voru gestir fréttaskýringaþáttarins Ritstjóranna á Hringbraut í vikunni, en þáttinn má nú sjá hér á vef stöðvarinnar..

Þau eru bæði sannfærð um að þessi nýjasta landsstjórn muni þurfa að súpa marga fjöruna á næstu misserum, enda pirringur augljós milli þessara nýju samstarfsflokka, fáleikar milli manna og jafnvel djúpstæður ágreiningur um grundvallaratriði. Þá hljóti það að vera súrt fyrir minni flokkanna að sá stóri hafi í raun og sann fengið öllu sínu fram; það eigi vvissulega að kíkja hér og þar á mál en ekkert sé fast í hendi og allra síst Evrópumálin sem séu afgreidd út af borðinu. En gefum henni frið og möguleika, segja þau bæði - og eru ekki frá því að þessi nýja stjórn muni reyna misjafnlega á flokkana sem tilheyra henni; einna verst verði líkast til fyrir þingmenn Bjartrar framtíðar að stíga þar ölduna.

Ritstjóraþátturinn fjallar ekki einasta um lífslíkur nýrrar stjórnar heldur og um erfiðar fæðingarhríðir hennar í miðju aflandsskýrsluklúðrinu sem verður að teljast heldur ræfilslegt veganesti, en þar sannist þó eins og stundum áður að Bjarni Benediktsson komist upp með margt og meira en aðrir stjórnmálaforingjar; hann sé einna og korktappinn sem alltaf fljóti þótt ágjöfin sé á að giska hressileg.

Ritstjórarnir eru frumsýndir öll þriðjudagskvöld.

Nýjast