„risa­vaxn­ir“ al­manna­hags­mun­ir

„Ég er hjart­an­lega sam­mála hæst­virt­um þing­manni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagn­sæi og mögu­legt er því að hér er um risa­vaxna al­manna­hags­muni að ræða,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í svari við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag um söl­una á 13% hlut rík­is­ins í Ari­on banka.

Logi sagði sölu­ferlið ein­kenn­ast af ógagn­sæi og spurði hvort nýtt Borg­un­ar­mál væri í upp­sigl­ingu.

„Erum við enn einu sinni að verða vitni að at­b­urðarás þar sem hags­mun­um al­menn­ings verður kastað fyr­ir róða í þágu nokk­urra ríkra ein­stak­linga sem munu maka krók­inn?“ spurði Logi og vildi vita hvort eig­end­ur Ari­on banka væru að leika sér að stjórn­völd­um.

Katrín sagði málið snú­ast í raun og veru um þá ákvörðun stjórn­ar Kaupskila að óska eft­ir því að virkja kauprétt­ar­á­kvæði.

„Þegar ríkið ákvað að setja fram­lag inn í Ari­on banka upp á 9,8 millj­arða krón­ur var kauprétt­ar­á­kvæðið sett inn, en það snýst um að þessi aðili get­ur kosið að kaupa ríkið út úr Ari­on banka hvenær sem er, þ.e. kauprétt­ur­inn er for­takslaus. Hon­um má ekki rugla sam­an við for­kaups­rétt, sem hef­ur líka verið tölu­vert til umræðu í þess­um sal,“ sagði hún og bætti við að Banka­sýsla rík­is­ins fari með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Banka­sýsl­an gef­ur ráðherra grænt ljós

„Hér þarf að ríkja sem mest gagn­sæi. Hlut­hafa­sam­komu­lagið hef­ur verið birt, stöðug­leika­skil­yrðin hafa ekki verið birt, rík­is­stjórn­in hef­ur óskað eft­ir því við Seðlabanka Íslands að þau verði birt. Sömu­leiðis er búið að ákveða að upp­lýs­ing­ar um þessi mál verði af­hent­ar í trúnaði á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar á eft­ir þannig að nefnd­ar­menn munu fá upp­lýs­ing­ar um stöðug­leikafram­lög­in og stöðug­leika­skil­yrðin,“ sagði Katrín.

Sig­mund­ur spurði út í sölu­verðið

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, steig einnig í pontu og spurði Katrínu hvort það eigi eft­ir að semja um sölu­verðið á eign­ar­hlutn­um.

„Það ligg­ur fyr­ir að gef­in eru skil­yrði í hlut­hafa­sam­komu­lag­inu frá 2009 um það hvernig reikna bæri út verð. Það er hins veg­ar ekki þar með sagt að þar séu menn al­ger­lega sam­mála þegar sest er niður og farið yfir mál um hvernig ná­kvæm­lega eigi að miða við þær for­send­ur. En þær eru gefn­ar í hlut­hafa­sam­komu­lag­inu. Það þarf hins veg­ar að ná sam­an um sam­eig­in­leg­an skiln­ing á þeim for­send­um,“ svaraði Katrín.

Öll greinin á mbl.is 

 

Í máli Sig­mund­ar Davíð kom einnig fram að rík­is­stjórn­in væri búin að missa öll tök á at­b­urðarás­inni. „Hún hef­ur vannýtt þau tæki­færi sem hún hef­ur haft til að grípa inn í, m.a. hef­ur hún vannýtt þann kauprétt sem ríkið hef­ur haft með þeim af­leiðing­um, eins og við sjá­um núna og fjallað var um í fyrri fyr­ir­spurn, að þess­ir aðilar, vog­un­ar­sjóðirn­ir, ganga á lagið og vilja virkja ákvæði úr hlut­hafa­samn­ingi frá 2009, frá því í sept­em­ber 2009. Nokkuð sem hefði aldrei komið til nema vegna þess að rík­is­stjórn­in var búin að hleypa þeim þetta langt,“ sagði hann.

Katrín sagði síður en svo hafa ríkt stefnu­leysi í mál­inu. „Ég nefndi hvernig við höf­um í raun ger­breytt reglu­verki fjár­mála­kerf­is­ins, sett á lagg­irn­ar stofn­un­ina Banka­sýslu rík­is­ins til að fara með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sett niður og farið yfir tölu­verðan hluta af reglu­verki fjár­mála­kerf­is­ins,“ sagði hún.

„Nú stend­ur yfir vinna við hvít­bók þar sem fara á yfir það sem út af stend­ur og við get­um kallað það sem við vilj­um gera sér­stak­lega í lög­gjöf og reglu­verki um fjár­mála­kerfið til viðbót­ar við þær breyt­ing­ar sem við höf­um gert í gegn­um evr­ópska reglu­verkið sem við erum hluti af.“