Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt gallup

Ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram að tapa fylgi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þingmannafjöldinn væri einungis 27 miðað við könnunina en var 35 í Alþingiskosningum 2017. Átta stjórnarþingmenn eru fallnir samkvæmt þessari könnun. Vinstri græn hafa tapað 4 þingmönnum, Framsókn 3 og Sjálfstæðisflokkur 1.

Samfylkingin fengi 19.3% atkvæða, 12 þingmenn og bættu við sig 5 þingsætum. Viðreisn bætir við sig 2 þingmönnum og er komin yfir 10%. Píratar bæta einnig við 2 þingmönnum og eru með 12.5% fylgi.

Gengi þetta eftir fengi Sjálfstæðisflokkur einungis 15 þingmenn. Svo fáa hefur hann aldrei haft. Þá fengi Framsókn aðeins 5 þingmenn sem væri það langlakasta í 100 ára sögu flokksins.

Vinstri græn hafa tapað einum af hverjum þremur kjósenda sinna frá kosningunum í október 2017.

Fylgið virðist vera að sópast til miðjuflokkanna. 

Könnun Gallup er stór og var gerð frá 2. ágúst til 2. september. Leitað var til 7.094 kjósenda.