Ríkisstjórnin hefur sagt að breytinga sé þörf

„Ég ætla að vera von­góð þangað til að annað kemur í ljós. Þessi rík­is­stjórn hefur sagt að það þurfi að breyta skatt­kerf­inu til þess að létta sköttum af þeim lægst laun­uðu. Þannig að það er skref í átt­ina,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Kjarninn greinir frá.

ASÍ lagði á dögunum fram umfangs­miklar skatta­til­lögur sem inn­legg í kjaraviðræð­ur. Í þeim felst að sett verði á fjögur skatt­þrep, lagður verði á hátekju­skatt­ur, auðlegðarskattur verði tek­inn upp að nýju og skatta­yf­ir­lit aukið veru­lega til að fjár­magna tillögurnar.

Drífa er gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­sonar, rit­stjóra Kjarn­ans, í frétta- og umræðuþætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld, þar sem hún ræðir þessar tillögur.

Drífa seg­ist ánægð með að ASÍ sé búið að útfæra sínar skatta­til­lögur en að hún hafi ekki séð hverjar skatta­til­lögur stjórn­valda séu. „En ég reikna með að það sé hug­mynda­fræði­legur ágreiningur innan stjórn­valda, innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“ Þar vísar hún til þess að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem sitja saman í ríkistjórn, eru á öndverðum meiði þegar kemur að afstöðu til þrepaskipts skattkerfis.

Vinstri græn, sem leiða sitj­andi rík­is­stjórn, hafa verið með þrepa­skipt skatt­kerfi á stefnu­skrá sinni fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Í stefnu flokks­ins segir m.a. að eðli­legt sé að inn­leiða lágan auðlegð­ar­skatt og þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt. Auk þess sé eðli­legt að „hafa þrepa­skiptan tekju­skatt og að ofur­tekjur séu skatt­lagðar meira en lægri tekjur og venju­legar launa­tekj­ur. Tryggja þarf aukið jafn­ræði með því að loka leiðum til að fela tekjur og einka­neyslu í einka­hluta­fé­lög­um.“

Í aðdrag­anda kosn­ing­a árið 2016 skrifaði Katrín Jak­obs­dótt­ir, forsætisráðherra og for­maður Vinstri grænna á Twitter aðgangi sínum: „Aukið gagnsæi og þrepaskipt skattkerfi er lykill að auknum jöfnuði. Leyndin gerir fólki kleift að velja sér eigin skattprósentu!“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, hefur aftur á móti gagn­rýnt til­lögur ASÍ um þrepa­skipt skatt­kerfi og sagt að þær muni leiða til þess að skatt­­byrði hækki á meðaltekjufólk og jað­­ar­skatt­ar ­auk­ist. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur þá yfir­lýstu stefnu í skatta­málum að lækka skatta og ein­falda skatt­kerf­ið.

Drífa segir að Bjarni sé að lesa rangt út úr til­lögum ASÍ. „Við erum ekki að leggja til að millitekju­hóp­ur­inn greiði skatta­lækk­anir fyrir lág­tekju­hóp­inn, heldur viljum við vernda millitekju­hóp­inn líka. Það nátt­úru­lega kostar peninga að breyta skatt­kerf­inu, þá erum við að fara að hreyfa við tugmillj­örð­um. En við hins vegar bendum líka á það að rík­is­stjórnin hefur afsalað sér mik­il­vægum tekju­stofnum síð­ustu ár, auð­legð­ar­skatt­in­um með því að afnema milli­þrep á skatt­in­um. Það eru mat­ar­holur sem hægt er að finna.“

Drífa nefnir einnig auð­linda­gjöld, ekki ein­ungis á sjáv­ar­út­veg heldur líka á ferða­þjón­ustu. „Við erum ekki endi­lega að tala út frá þeirri stöðu sem er í dag varð­andi tekjuöflun, heldur eru leiðir til frek­ari tekju­öfl­un­ar.“

Nánar er rætt við Drífu í 21 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.