Ríkisstjórnin hættir við afnám bókaskatts

Áform um niðurfellingu virðisaukaskatts af bókum hafa verið lögð á hilluna. Þetta kemur fram í greinargerð fjárlagafrumvarps ársins 2019 sem kynnt hefur verið á vef fjármálaráðuneytisins. „Í staðinn er lagt til að tekinn verði upp beinn stuðningur við bókaútgefendur til að mæta því meginmarkmiði að efla íslenska tungu,“ segir í greinargerðinni.

Fram kemur að helsta ástæðan sé sú að nauðsynlegt sé að „viðhalda skilvirkni gildandi VSK-kerfis“.

Áformum um afnám virðisaukaskattsins var fagnað með lófaklappi á flokksráðsfundi Vinstri grænna þann 29. nóvember þegar flokksmenn samþykktu stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Til dæmis má lesa þetta af vef Stundarinnar.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7403/rikisstjornin-er-haett-vid-ad-afnema-virdisaukaskatt-af-bokum/