Ríkisstjórn Trumps sögð vilja gera samning við Ísland - Hafa áhyggjur af umsvifum Kínverja á Íslandi

Ríkisstjórn Trumps sögð vilja gera samning við Ísland - Hafa áhyggjur af umsvifum Kínverja á Íslandi

Þingmenn Repúblikaflokksins ræddu á hádegisverðafundi þá hugmynd um að gera fríverslunarsamning við Ísland. Ein helstu rök fyrir því innan ríkisstjórnar Trumps er sögð vera vegna viðskiptastríðsins við Kína og vegna sívaxandi spennu við önnur Evrópuríki. Fréttavefur Axios greinir frá þessu. Sagt er að þingmennirnir John Neely Kennedy, frá Lousiania og Lisa Murkawski, frá Alaska, hafi hvatt Mice Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til að gera fríverslunarsamning við Ísland. Samkvæmt blaðamanni Axios kom umræðan um fríverslunarsamning við Ísland flestum þingmönnum sem sóttu hádegisverðafundinn á óvart.
 
Í greininni kemur fram að Ísland hafi ekki sérstaklega mikið upp á bjóða þegar kemur að vöruútflutningi. Hinsvegar sé staðsetning landsins ákaflega mikilvæg hernaðarlega séð. John Boltin, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði til dæmi mikla áherslu á að Bandaríkin myndu fjárfesta í hernaðarmannvirkjum á norðurslóðum, þar á meðal á Íslandi. Einnig er rætt um þá hræðslu Bandaríkjamanna að Kínverjar fjárfesti á Íslandi í verkefninu Belti og braut, en það verkefni byggist á að fjárfesta í innviðum landa eins og hafnarmannvirkjum og flugvöllum. Umsvif Rússa á Norðurslóðum er einnig talinn vera ein af ástæðum þess að bandarísk yfirvöld telji sig knúna til að auka umsvif sín á Norðurslóðum.

Nýjast