Ríkisstjórn katrínar óvinsælli en stjórn jóhönnu

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er orðin óvinsælli en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir jafnlangan tíma frá myndun.

Samkvæmt könnun MMR sem kynnt var í gær styðja 37,9 prósent ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir 11 mánaða valdatíð. Það er minni stuðningur en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, naut eftir jafnlangan tíma. Í janúar 2010, þegar stjórn Jóhönnu hafði setið í ellefu mánuði, studdu tæp 46 prósent ríkisstjórnina. Á ársafmæli stjórnar Jóhönnu var stuðningurinn síðan kominn niður í 40 prósent.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7822/