Ríkisstjórn höfuðborgarsvæðisins

Einn ráðherra búsettur á landsbyggðinni

Ríkisstjórn höfuðborgarsvæðisins

Deifing atkvæða að baki nýrri ríkisstjórn er ekki mikil. Af 11 ráðherrum koma 8 úr kjördæmum utan höfuðborgarsvæðisins. Að norðan kemur Kristján Þór Júlíusson sem leiðir sem fyrr Norðausturkjördæmi fyrir flokk sinn.  Benedikt Jóhannesson er fulltrúi sama kjördæmis sem oddviti Viðreisnar. Hins vegar býr hann í 104 Reykjavík, og hefur rekið sitt fyrirtæki í borginni svo árum skiptir. Þórdís Kolbrún skipaði annað sætið í Norðvestur kjördæmi. Hún er fædd og uppalin á Skaganum og hefur góð tengsl við kjördæmið, hún þó hins vegar búsett í Kópavogi. Auðveldlega má því segja að ríkisstjórnin sé stjórn þéttbýlisins þótt norðanmenn hafi fengið menntamálaráðherrann í sinn hlut að sinni.

Nýjast