Ríkisoddvitafundur NATO

Fyrsti NATO fundur Bandaríkjaforseta

Ríkisoddvitafundur NATO

Donald J. Trump forseti Bandaríkjann situr ríkisoddvitafund Atlantshafsbandlagsins (NATO) hinn 24. og 25. maí nk. í Brussel í Belgíu. Þetta verður fyrsti ríkisoddvitafundur NATO sem hann situr.

Forsetinn er þá á heimleið eftir upplýsingafundi með ráðamönnum frá Mið-Austurlöndum. Þar ber hæst fund hans með konungi Sádí-Arabíu. Forsetinn kemur svo við í Ísrael og Páfagarði í Róm þar sem áformað er að hann hitti Frans páfa og eigi með honum einkafund. Þessu næst fer Donald J. Trump á ríkisoddvitafund NATO.

Ný forseti Bandaríkjanna hefur þá í sinni fyrstu utanlandsferð heimsótt helstu miðstöðvar trúarbragða þjóða Bókarinnar  -  íslams og gyðingdóms og kristni.     

Þau mál sem helst er vænst að ríkisoddvitarnir ræði á NATO fundinum eru samskiptin við Rússland og útgjöld NATO ríkjanna til varnamála. Þá verður rætt um aðgerðir gegn hermdarverkasamtökum og um samskipti NATO við Evrópusambandið.

Nýleg atlaga tölvuþrjóta að tölvum opinberra stofnana beinir athygli ríkisoddvitanna að þessari ógnun. Framvinda mála við sunnanvert Miðjarðahaf og þá einkum í Líbíu verður líkast til rædd sem og uppsetning eldflaugavarnarkerfa í NATO ríkjum og væntanleg aðild Svartfjallalands að NATO seinna á þessu ári.

Þing Svartfjallalands hefur fullgilt aðild landsins að NATO. Með aðild er talið að öryggi Svarfjallalands sé tryggt til frambúðar auk þess sem mnenn eygja stórstígar efnahagsframfarir og stöðuleika í þessum heimshluta.

Fyrir átján árum stóð NATO fyrir loftárásum á landið sem þá var enn hluti af Júgóslavíu og stríðið í Kosóvó stóð sem hæst. Stækkun NATO til austurs mun að mati fréttaskýrenda orsaka viðbrögð. Einkum er horft til Serbíu og Rússlands.  

rtá

 

Nýjast