Ríkis­stjórn davíðs vildi sæ­streng

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar samþykkti að Ísland skyldi taka þátt í undirbúningi að orkusáttmála Evrópu. Þetta bendir Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, dómsmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á í færslu sinni á Facebook. Ríkisstjórnin hafi einnig talað um útflutning á orku og því hljóti hún að hafa stefnt að lagningu sæstrengs.

Þetta er aðeins brot úr frétt á vef Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa meira.

Ólafur grefur í færslu sinni upp gamla blaðagrein frá árinu 1991 úr Alþýðublaðinu þar sem fjallað er um orkumál landsins. Þar er fjallað um ræðu þáverandi iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Davíðs, Jóns Sigurðssonar en þar talar hann um undirbúning að gerð orkusáttmála Evrópu.

„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að Íslendingar taki þátt í þeim undirbúningi,“ segir í greininni. „Með samstarfinu yrði greiðari aðgangur en ella að nýjungum í orkumálum,“ er haft eftir Jóni. Orðin lét hann falla á Orkuþingi í nóvember 1991. Þar sagði hann einnig: „Þegar til beins útflutnings kemur á orku frá Íslandi mun aðild að sáttmálanum styrkja stöðu Íslendinga. Þá væri til dæmis óheimilt að leggja hömlur á sölu útlenskrar raforku í Bretlandi eða öðrum aðildarríkjum sáttmálans á grundvelli þess að um innflutta orku væri að ræða.“

Þetta er aðeins brot úr frétt á vef Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa meira.