Ríkið og seltjarnarnesbær stál í stál

Ríkið hefur stefnt Seltjarnarnesbæ vegna kostnaðar við nýtt læknaminjasafn. Ríki og sveitarfélag standa stál í stál en málið verður útkljáð fyrir dómstólum fyrir áramót. Húsið sem átti að hýsa safnið hefur staðið autt í átta ár. Bæjarstjóri vill auglýsa það til sölu. Fram kom í Speglinum í gær að húsið liggi undir skemmdum og að Seltjarnarnesbær hafi hætt við að nota það undir lækningaminjar.
 

„Auðvitað er aldrei gott þegar svona fallegt hús stendur autt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Áætlað sé að kostnaður við að klára húsið sé á milli 400 og 500 milljóna króna, sem sé einfaldlega of há fjárhæð. „Bærinn á þær ekki.“ 

Byggingarkostnaður verulega vanmetinn

Árið 2007 var gerður samningur milli ríkisins, bæjarins, Þjóðminjasafnsins og tveggja læknafélaga um byggingu og rekstur Læknaminjasafns í húsinu, og var fyrsta skóflustunga tekin í september 2008. Ári seinna var ljóst að byggingarkostnaður hafði verið verulega vanmetinn og bærinn taldi forsendur samningsins brostnar, segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Árið 2012 sagði bærinn sig frá samningnum og

 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/rikid-og-seltjarnarnesbaer-stal-i-stal

lagði safnið niður.