Ríkið leiðrétti óréttlætið sem það innleiddi

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er bjartsýnn á að breytingatillögur á skattkerfinu sem hann samdi með Indriða H. Þorlákssyni, fyrrverandi ríkisskattstjóra, geti komist til framkvæmda. Ríkisstjórnin hafi lofað að breyta skattkerfinu til jöfnunar. Kjarninn greinir frá.

„Þegar maður horfir líka á sam­hengi kjara­samn­ing­anna þá er það þannig að ríkið er meira aflögu­fært en atvinnu­lífið og að því leyti til, og svo líka ekki hvað síst í ljósi þess­ara skatta­til­færslu, þá stendur það upp á ríkið að leið­rétta þetta órétt­læti sem það inn­leiddi á löngum tíma í mörgum smáum skref­um.“

Þetta segir Stefán í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í frétta- og umræðu­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld. Þar ræðir hann breytingatillögurnar sem hann og Indriði unnu fyrir Efl­ingu og kynntar voru í síð­ustu viku.

Í til­lögum þeirra Stef­áns og Ind­riða kemur fram að það þurfi að koma á stíg­andi skatt­kerfi með fjórum til fimm skatt­þrep­um, hækka þurfi fjár­magnstekju­skatt til sam­ræmis við það sem almennt tíðkast á hinum Norð­ur­lönd­unum og breyta skatt­lagn­ingu rekstr­ar­hagn­aðar til sam­ræmis við skatt á launa­tekj­ur.

Þá þurfi að bæta fram­kvæmd reikn­aðs end­ur­gjalds sjálf­stætt starf­andi aðila þannig að end­ur­gjaldið verði einnig látið taka til fjár­mála­starf­semi, leggja þurfi á stór­eigna­skatt með frí­tekju­marki fyrir eðli­legt verð­mæti íbúð­ar­hús­næð­is, sum­ar­húsa og einka­bif­reiða og sann­gjörn auð­linda­gjöld „fyrir allar atvinnu­greinar sem nýta sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­inn­ar.”

Við þetta myndu skattar lækka á 90 pró­sent launa­manna, eða alla þá sem eru með 900 þús­und krónur á mán­uði eða minna.

Ódýrasta skrefið sem þeir leggja til myndi kosta rík­is­sjóð um 30 millj­arða króna og leggja þeir til að það verði greitt með því að nota 14 millj­arða króna sem þegar hafa verið settir til hliðar vegna skatta­lækk­ana og með því að lækka væntan afgang af rekstri rík­is­sjóðs í ár um 16 millj­arða króna.

Stefán segir að hann sé mjög bjart­sýnn að eðl­is­fari og því bjart­sýnn á að til­lög­urnar geti kom­ist til fram­kvæmda, þrátt fyrir aug­ljósan hug­mynda­fræði­legan ágrein­ing um skatta­mál milli þeirra flokka sem sitji í rík­is­stjórn, sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna. „Fyrir það fyrsta þá hefur þessi rík­is­stjórn lofað því að breyta tekju­skatts­kerf­inu þannig að það gagn­ist mest lægstu hóp­unum og lægri milli­tekju­hópum eins og þau skil­greindu það sjálf. Þannig að þau þurfa að efna þau lof­orð og þannig að eitt­hvað bragð sé af.“

Stefán segir að mál­efna­staðan með til­lög­unum sé mjög sterk. „Hún hefur rétt­lætið með sér, hún hefur sann­girn­ina með sér, hún hefur það að 90 pró­sent skatt­greið­enda myndu græða á þessu.“

Nánar er rætt við Stefán í 21 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.