Ríkið endurgreiði ritstjórnarkostnað

Ríkið endurgreiði ritstjórnarkostnað

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að end­ur­greiða einka­rekn­um fjöl­miðlum hluta rit­stjórn­ar­kostnaðar og draga úr um­svif­um Rík­is­út­varps­ins á aug­lýs­inga­markaði. Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, mun leggja fram frum­varp í upp­hafi næsta árs  um þetta efni og verði það samþykkt mun ríkið hefja end­ur­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla árið 2019.

Sam­kvæmt því sem Lilja sagði á blaðamanna­fundi í Ver­öld – húsi Vig­dís­ar rétt í þessu er horft til þess að stuðning­ur rík­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla nemi 400 millj­ón­um króna á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn­völd hér á landi grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekst­ur einka­rek­inna fjöl­miðla.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/12/rikid_endurgreidi_ritstjornarkostnad/

 

Nýjast