Reykjanesbær vill ekki fleiri hælisleitendur

Hælisleitendur í Reykjanesbæ:

Reykjanesbær vill ekki fleiri hælisleitendur

Kjartan Már Kjartansson
Kjartan Már Kjartansson

Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Kjarta Má Kjartansson bæjarstjóra sem segir að bærinn hafi ekki verið tilbúinn að verða við beiðninni vegna þess að íbúum hafi fjölgað mikið auk þess sem svæðið sé „mettað af hælisleitendum“.

Á milli 70-80 búa að jafnaði á gistiheimili í bænum. Áhersla þar er lögð á fjölskyldufólk og segir bæjarstjórinn að þannig sé bærinn að axla ábyrgð á verkefninu. Eftir Kjartani er haft í Morgunblaðinu: „ „Íbúum hefur fjölgað svo mikið, allir skólar og leikskólar eru orðnir fullir. Þannig að við vildum ekki taka áhættuna og taka við allt of mörgum hælisleitendum.“

Nýjast