Rekur hótel og þekktar laxveiðiár

Sigurlaug Sverrisdóttir hjá Jóni G. í kvöld:

Rekur hótel og þekktar laxveiðiár

Sigurlaug Sverrisdóttir.
Sigurlaug Sverrisdóttir.

Sigurlaug Sverrisdóttir, umsvifamikil athafnakona og eigandi ION-hótelanna, er gestur Jóns G. í kvöld. Það var fyrir nokkrum árum sem hún opnaði ION-hótelið við Nesjavelli sem margsinnis hefur ratað í þekkt erlend timarit á undanförnum árum. Þá rekur hún ION-City við Laugaveg og veitingastaðinn Sumac í tengslum við hótelið. Raunar rekur hún annað hótel við Laugaveginn, íbúðahótel við Laugaveg 151-158. Eiginmaður Sigurlaugar er Halldór Hafsteinsson og reka þau ásamt nokkrum öðrum laxveiðiárnar Þverá, Kjarrá, Brennuna og Víðidalsá. Þá eiga þau hjón 25% hlut í feraþjónustufyrirtækinu Arctic Adventure. Sigurlaug er athafnakona með meiru. Þau Jón fara yfir stöðuna í ferðaþjónustunni í þættinum í kvöld.

 

Nýjast