Rannsókn lokið á brunanum í suðurhólum - allir íbúar fjölbýlishússins þurftu að yfirgefa heimili sín

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Suðurhólum í Reykjavík í gærkvöld hefur verið lokið.

Leiddi rannsókn lögreglunnar í ljós að eldurinn hafi kviknaði út frá potti á eldavél í íbúðinni. Mikill reykur var á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn, en húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Allir íbúar fjölbýlishússins þurftu að yfirgefa heimili sín og aðstoðaði slökkviliðið við það. Vel gekk að rýma íbúðirnar í stigaganginum, en íbúðin þar sem eldurinn kom upp er mikið skemmd. Einn var fluttur á slysadeild.