Dýr eru loforð sjálfstæðisflokksins

Fjarðarfréttir greina frá því að meirihlutinn í bæjarstjórn hafi látið samþykkja sl. þriðjudag viljayfirlýsingu um byggingu nýs yfirbyggðs knattspyrnuvallar í fullri stærð á Ásvöllum fyrir Hauka.
 
Miklar og heitar umræður urðu um málið í bæjarráði þar sem harðlega var gagnrýnt að “faglega umsögn” vantaði og þá liggji “fjárhagslegar forsendur” ekki heldur fyrir.
 
Þarna er verið að lofa margra milljarða útgjöldum í flýti fjórum dögum fyrir kosningar án þess að faglega sé að málum staðið, samkvæmt gagnrýni minnihlutans í bæjarstjórn.
 
Kosningabaráttan í Hafnarfirði er mjög hörð. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar er fallinn þar sem BF býður ekki fram.
 
Rósa Guðbjartsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokks, hefur fengið á sig harða gagnrýni fyrir að láta bæinn greiða kr. 250.000 fyrir auglýsingaviðtal fyrir sig og flokkinn.
Andstæðingar hennar telja þetta dæmi um spillt hugarfar Rósu.
Nánar á www.fjardarfrettir.is