Rætt við harald árnason um markaðssamvinnu íslenskra hátæknifyrirtækja í skipasmíði og skipatækni í rússlandi

Í níunda þætti Íslands og umheims sem er á dagskrá Hringbrautar sunnudagskvöldið 26. maí 2019 klukkan 20, er rætt við Harald Árnason framkvæmdastjóra Knarr Maritime um markaðssamvinnu íslenskra hátæknifyrirtækja í skipasmíði og skipatækni í Rússlandi.

Íslensk fyrirtæki eru oft að keppa við risa á alþjóðamarkaði. Til að mæta slíkri keppni hefur hópur íslenskra hátæknifyrirtækja í skipasmíði og skipatækni komið saman sem ein heild erlendis undir merki Knarr Maritime og Íslands.

Vorið 2017 var Knarr Maritime kynnt sem markaðsfyrirtæki á sviði skipalausna. Að því standa sex fyrirtæki, sem hafa öll náð góðum árangri á síðustu árum við að þróa og innleiða ýmiskonar háþróaðar tæknilausnir fyrir skip og vinnslu í sjávarútvegi.

Fyrirtækin eru: 

  • Skaginn 3X, 
  • Nautic ehf., 
  • Kælismiðjan Frost ehf., 
  • Brimrún ehf., 
  • Naust Marine ehf., og 
  • Verkfræðistofan Skipatækni ehf.

Með sameiginlegu krafta ætla fyrirtækin að ná fótfestu á erlendum mörkuðum. Þar hefur einkum verið horft til Rússlands, þar sem mikil uppbygging á sér í rússneskum sjávarútvegi og fiskvinnslu.

Viðskiptaþvinganir sem gilda um fiskinnflutning til Rússlands ná ekki til tæknibúnaðar.