Rækjuveiðiskip fékk veiðarfæri í skrúfuna - björgunarskip frá ísafirði kallað út - tveir menn eru um borð

Um klukkan sex í kvöld var björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði kallað út vegna rækjuveiðiskips sem hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Tveir eru um borð í skipinu sem var við veiðar í Inndjúpinu en engin slys voru á fólki.

Það tók áhöfnina á Gísla Jóns um einn og hálfan tíma að sigla inn Djúpið að rækjuveiðiskipinu, áhöfnin tók skipið í tog og er á leiðinni með það til Ísafjarðar.