Ráðuneytaskiptingin ljós

Bjarni forsætisráðherra, Benedikt fjármálaráðherra og Óttarr heilbrigðisráðherra

Ráðuneytaskiptingin ljós

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær sex ráðherra­, Viðreisn fær þrjá og Björt framtíð tvo. Formenn flokkanna þriggja sem leiða nýjar ríkisstjórn sögðu frá þessu á blaðamannafundi áðan. Þar kynntu þeir, Bjarni, Benedikt og Óttarr stjórnarsáttmálann.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær for­sæt­is­ráðuneyt­ið, ut­an­rík­is­ráðuneyt­iö, ráðuneyti ferðamanna-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­mála, mennta­málaráðuneyt­ið og inn­an­rík­is­ráðuneyt­ið en því verður skipt í tvennt: annars vegar ráðuneyti dóms­mála og hins vegar ráðuneyti sam­göngu-, fjar­skipta- og sveit­ar­stjórna­mála.

Viðreisn mun stýra fjár­málaráðuneyt­inu, fé­lags­málaráðuneyt­inu og land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu. Björt framtíð fær heil­brigðisráðuneyt­ið og um­hverf­is­ráðuneyt­ið. Utan þremenninganna er ekki ljóst enn hvaða þingmenn munu stýra ráðuneytinum.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig formennska í þingnefndum mun skiptast á milli þingflokkanna. 

 

Nýjast