Ráðherralisti líklegrar vinstri stjórnar

 
Morgunblaðið hefur birt nýja skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem mælir Vinstri græna með langmesta fylgið, 30% sem gæfi þeim 22 þingmenn.
 
Verði úrslit kosninganna í samræmi við niðurstöður þessarar könnunar, þá hlyti Katrín Jakobsdóttir að mynda vinstri stjórn, líklega með Samfylkingu og Framsókn.
 
Svona gæti ríkisstjórn hugsanlega litið út;
 
 
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir innanríkisráðherra (með bæði dómsmál og samgöngumál), Lilja Rafney Magnúsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ari Trausti Guðmundsson umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson iðnaðar- og ferðamálaráðherra, Þórunn Egilsdóttir heilbrigðisráðherra, Logi Einarsson menntamálaráðherra og Oddný Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra.