Trump er pólitískur hálfviti

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar skrifar:

Trump er pólitískur hálfviti

Það er nokkuð vel í lagt að segja einhvern vera pólitískan hálfvita en í tilviki Bandaríkjaforsetans Donalds Trump er það svo nálægt lagi að það má heita sanngjörn staðhæfing. Hann hefur nú kveikt alheimselda og opnað í senn dyr helvítis; sú fáránlega ákvörðun hans að flytja sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem er stríðsyfirlýsing.

Ísraelar hafa farið þvílíku ofríki gegn palestínsku þjóðinni á undanliðnum árum og áratugum að líkja verður við þjóðarhreinsun. Þeir vita enda sem er að þeir komast upp með það að þverbrjóta allar alþjóðareglur og sáttmála af því ráðandi ríki heimsins horfa ýmist undan eða yppta öxlum. Á meðan stela þeir landi fólks og níðast á velferð þess og vinnu.

Óvíða í heiminum haga stjórnvöld sér jafn viðbjóðsega og ísraelskir valdsmenn á herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdanar. Múrinn ógurlegi nálgast 1000 kílómetra og lokar palestínska bændur og vinnumenn frá því að komast á akra sína eða til annarra starfa. Svona ofríki er trylltur Trump að verðlauna - og fer á spjöld sögunnar sem vitstola smámenni.

Nýjast