Pólitísk rétthugsun ógnar evrópsku lýðræði

Norræna og raunar evrópska pólitíkin í heild sinni verður greind í Ritstjórunum á Hringbraut í kvöld en þar setjast þeir Bogi Ágústsson og Þórir Guðmundsson hjá Sigmundi Erni og ausa úr skálum reynslu sinnar.

Þeir eru meðal annars sammála um að alda pólitískrar rétthugsunar ríði nú yfir Evrópu, stjórnmálaflokkar sem þoli hvorki tjáningarfrelsi né frjálsa fjölmiðlun bindi nú trúss sitt við kirkjuvaldið í heimalandinu; ein skoðun sé heilög og aðrar jafngildi guðlasts; biblíubelti sé að myndast um Evrópu sem ógni hefðbundnum gildum gömlu álfunnar.

Og sannleikurinn í öllu þessu mengi liggi jafnan óbættur hjá garði, eplið sé orðið gult, ef skýrslan sýni svart sé það bara raus í sérfræðingum - og ef eitthvað er sagt margsannað segjast menn bara ósammála því. Svona pólitík fái nú byr í seglin, pólitík sem byggi öðru fremur á tilfinningum og trúarhita fremur en litlausum sannleika.

Ritstjórarnir byrja klukkan 21:00 í kvöld.