Plastflöskum dreift í massavís á ráðstefnu þar sem umræðuefnið er umhverfisvernd

Um helgina fer fram hin árlega Arctic Circle ráðstefna í Hörpu. Heimsþekktir vísindamenn og stjórnmálamenn sækja ráðstefnuna sem og íslenskir stjórnmálamenn. Einn þeirra, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir forsvarsmenn ráðstefnunnar fyrir að bjóða þátttakendum upp á vatn í plastflöskum.

Andrés tjáði sig um málið í færslu á Twitter. „Risastór ráðstefna #ArcticCircle2018 fjallar að miklu leyti um áskoranir í umhverfismálum á norðurslóðum. Þar vantar sko ekki verðandi plastúrganginn! Kommon,“ skrifar Andrés í færsluna sem vakið hefur töluverða athygli. 

Nánar á 

http://nutiminn.is/thingmadur-vg-hissa-plastfloskum-dreyft-i-massavis-a-radstefnu-thar-sem-eitt-adal-umraeduefnid-er-umhverfisvernd/