Brynjar þekki ekki söguna.

Brynjar þekki ekki söguna.

Brynjar Níelsson er einn af þeim þingmönnum sem er áberandi í fjölmiðlum. Hann tjáir sig oft frjálslega og stundum án þess að kynna sér söguna.

Hann var í viðtali við morgunútvarp RÚV í gær og hafði þar mörg orð um það að honum finndist ómögulegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis fimm ráðherra í nýrri ríkisstjórn á móti jafn mörgum ráðherrum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samtals. Gaf Brynjar sé að þetta væri “sérstakt” og eitthvað óðelilegt miðað við það sem hefur viðgengist við stjórnarmyndanir á Íslandi.

Þessi viðhorf þingmannsins sýna að hann er illa upplýstur og þekkir ekki stjórnmálasögu landsins á seinni árum og áratugum. Almenna reglan hefur verið sú að fjöldi ráðherra hefur verið hinn sami hjá stærri flokki stjórnar og þess eða þeirra sem minni hafa verið. 

Skýrt dæmi um þetta er sú ríkisstjórn sem Davíð Oddsson myndaði með Alþýðuflokki vorið 1991. Þá voru þingmenn Alþýðuflokks einungis 9 en Sjálfstæðisflokks 24. Fjöldi ráðherra var hinn sami, fimm frá hvorum flokki. Sjá meðf.:  

http://www.stjornarrad.is/Rikisstjornartal/nr/26

Frá þessum tíma hafa ráðherrar ávalt verið jafnmargir frá hvorum flokki. Þó nú sé um þriggja flokka stjórn að ræða þá koma Viðreisn og BF fram sem einn flokkur í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta ætti Brynjar að vita sem þingmaður flokksins. Hann þarf þó að bera sig eftir upplýsingunum og hann þarf að nenna að kynna sér söguna sem sýnir að jafnræði er ávalt milli ríkisstjórnarflokka hvað þetta varðar.

Sé Brynjar svona illa að sér um söguna, þá ætti hann að leita til Gústafs Níelssonar, bróður síns, en hann er sagnfræðingur að mennt. 

Samkvæmt mínum upplýsingum hefur skipting ráðherraembætta verið með jöfnum hætti eins og nú er rætt um og hefur verið viðtekin á Íslandi um langt skeið eins og dæmin sýna. Það hefur yfirleitt verið þannig að stærri flokkurinn eða hópurinn hefur valið forseta Alþingis úr sínum röðum, eins og mun einnig vera ætlunin núna. Forseti þingsins er almennt talinn vera ráðherraígildi.

Það verður að gera þær kröfur til þingmanna eins og Brynjars Níelssonar að þeir nenni að kynna sér söguna til að geta borið saman staðreyndir úr samtímanum við liðna tíma.

 

Guðmundur Örn Jóhannsson
Útgefandi

Nýjast