Pistill á vefsíðu viðreisnar

Beinum sviðsljósinu að svarta hagkerfinu og skattsvikum.

Þetta er yfirskrift pistils Benedikts.

Í stuttu máli útskýrir Benedikt í pistlinum að hann hafi lýst yfir stríð á hendur skattsvikum og er hann sannfærður um að almenningur styður þá baráttu.

Benedikt segir að skattsvikarar svíki alla.

Hann segir að peningaseðlarnir séu ekkert aðalatriði í tillögum hóps um hvernig stemma skal stigu við skattsvikum.

Hugmyndir þeirra tveggja starfshópa sem skila hugmyndum eru skrifar Benedikt allra athyggli verðar en þær eru auðvitað misgóðar.

Benendikt kallar þær gnægtarbrunn hugmynda fyrir sig að vinna úr.

Benedikt segir að ekki er talað um að banna reiðufé. En þrengja megi að þeim sem vinna í svarta hagkerfinu - ekki beri að vega að heiðarlegu fólki. 

Tillögurnar séu ekki heldur settar til að hygla bönkum og greiðslukortafyrirtækjum. Enda séu gerðar tillögur um ókeypis reikninga almennings í Seðlabanka Íslands - reikninga það er að segja sem ekki beri viðskiptagjöld.

Pistil Benedikts má lesa á www.vidreisn.is

rtá