Persar velja forseta

Í dag eru forsetakosningar í Íran

Persar velja forseta

Í dag kjósa Persar sér nýjan forseta. Fjórir eru í framboði. Fréttaskýrendur spáðu dræmri kjörsókn sem reynist vera rangt. Kjörsókn er mjög góð og því hafa myndast langar biðraðir á kjörstöðum. Á kjörskrá eru fimmtíu og fjórar milljónir og lýkur kjörfundi klukkan tvö að íslenskum tíma. Ekker er vitað um úrslitin. Þetta eru fyrstu forsetakosningar í landinu eftir að gengið var frá samkomulagi um að aflétt yrði viðskiptaþvingunum og refsaðgerðum sem Bandaríkin komu fyrst á og síðar Sameinuðu þjóðirnar (Sþ).  Ísland var aðili að þessum aðgerðum Sþ.

Stjórnmálaáhrif þessara aðgerða Sþ urðu þau ein að efla enn frekar staðfestu þjóðarinna og samstöðu Persa. Efnahagsáhrifin urðu þó verst því Persar hafa mátt búa við sáran vöruskort áratugum saman. Segja má að utanríkisviðskipti Íran hafa dregist svo saman að nokkur tími mun líða þar til efnahagur Íran sýnir merki um endurrreisn landsins eftir að þvingunum og refsiaðgerðum er að fullu aflétt.

Sérfæðingar í málefnum landsins telja engu skipta hver nær kjör sem næsti froseti landsins því Persar verðir sem fyrr ósveigjanlegir í utanríkissamskiptum. Nægir þar að vísa til þátttöku landsins í borgarastríðinu á Sýrlandi en tugþúsundir Persa berjast það með hersveitum Assad forstea. Þá eru Persar með vígasveitir í Jemen og afar stirt er með Persum og Súnní Aröbum og á það einkum við um samskipti við Sádí-Arabíu.

Kosningarar snúast fyrst og fremst um efnahags- og viðskiptamál og vinnumarkaðsmál. Vöruskortur er en þá verulegu. Atvinnuleysi er mikið og þá einkum meðal ungs fólks og verðbólga er há og hgvöxtur frekar hægur. Erlendir fjárfestar sneiða enn hjá landinu og hafa ekki hug á að fjárfesta í til dæmis olíuiðnaði landsins. Enda er ekki hægt um vik sökum löggjafar um eignarnhald útlendinga. Engu skiptir hve nær kjöri. Persar sveigja ekki að braut íslömsku byltingarinnar.

Íran býr yfir miklum olíuauðlindum og á stærstu jarðgaslindir heims. Lungað af tekjum ríkissjóðs erum af sölu á olíu og jarðgasi. Stjórnarfar landsins er blanda að vestrænu lýðræði og íslamskri klerkastjórn.

Landið er að sönnu fjölmenningarríki en Persar er tæp 70% þjóðarinnar. Landið er 17. fjölmennasta ríki heims með 77 milljónir íbúa.

Árið 1979 var gerð stjórnarbylting í landinu og stofnunar íslamska lýðveldsins Íran sem er heiti sem einnig er notað um stjórnarfar í Pakistan og Afganistan. Þetta hugtak vísar til þess að stjórnarfar sé í samræmi við íslömsk lög.  Sjaríalög gilda að fullu í Íran.

rtá     

 

 

 

Nýjast