Peningar horfnir í viðskiptum eftir 30 ár?

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, er gestur hjá Jóni G. í kvöld. Þeir ræða um aukna netverslun og kortaviðskipti. Spurður hvort peningar muni hverfa sem greiðslumáti á næstu 20 til 30 árum telur Viðar að svo verði. Í Svíþjóð eru þegar komnar verslanir sem hafna peningum og taka eingöngu við kortum. Valitor hefur framleitt alhliða hugbúnað fyrir kortaviðskipti og greiðslumiðlun - og sækir núna ákveðið fram í Evrópu á markaði stórra verslunarkeðja sem lítilla- og meðalstórra fyrirtækja. Nýlega samdi Valitor t.d. við danska fyrirtækið Ecco sem er með verslanir um alla Evrópu. Öflugur þáttur á dagskrá kl. 20:30 í kvöld.