Páll gunnar: „þar sem er vesen, þar erum við“

„Það mátti gera ráð fyrir því fyrir fram að í þeim hópi myndi Sam­keppn­is­eft­ir­litið kannski líta út fyr­ir, eða koma illa út í sam­an­burði ein­fald­lega vegna þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið er frá­brugðið öðrum stofn­unum sem spurt var um, vegna þess að við erum brota­eft­ir­lit. Þar sem er ves­en, þar erum við,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins,

Hann vísar þar til nýbirtrar könnunar sem ráðgjafa­nefnd um opin­berar eft­ir­lits­reglur lét Maskínu gera til að kanna eftirlitsmenninguna á Íslandi. Í nið­ur­stöð­um könnunarinnar kemur fram að samkvæmt mati á 16 mis­mun­andi eftirlitsstofnunum kom Samkeppn­is­eft­ir­litið hvað verst út. Kjarninn greinir frá.

Páll Gunnar er gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­sonar, rit­stjóra Kjarn­ans, í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hring­braut í kvöld, þar sem hann ræðir m.a. þessa könnun. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Hann segir að það sé jákvætt að kann­anir sem þessar séu gerð­ar. „Við erum alltaf að hlusta eftir því hvernig hægt sé að gera hlut­ina bet­ur. Í þessi til­viki þá er ein­hver hópur fyr­ir­tækja á ein­hverjum lista hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins spurð­ur. Það eru all­nokkrar eft­ir­lits­stofn­anir þarna und­ir.“

Páll Gunnar segir að gera mætti ráð fyrir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið kæmi illa út vegna eðli starf­semi þess, sem snýst um brota­eft­ir­lit. „Við erum að grípa inn í þegar okkur sýn­ist að ein­hver brot eða sam­keppn­is­hindr­anir séu í gangi. Það leiðir af eðli máls að fyr­ir­tæki sem lendir í rann­sókn hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu er ekk­ert sér­stak­lega ánægt með það.“

Hann segir að það hafi valdið sér von­brigðum hversu tak­mörkuð könn­unin sé. „Það kemur í ljós að 21 fyr­ir­tæki af þessum hópi seg­ist hafa verið í sam­skiptum við sam­keppn­is­eft­ir­litið á síð­ustu tólf mán­uð­um. Það er afar lit­ill hóp­ur. Okkur sýn­ist að á árinu 2018 höfum við verið í form­legum sam­skiptum við upp undir 450-500 fyr­ir­tæk­i.“

Þorri þeirra sam­skipta séu góð. „Þannig að það er erfitt að sjá hvað sé hægt að lesa út úr þessu, alla­vega í augnablikinu.“

Hér má sjá brot úr viðtalinu: