95 ára í fallhlífarstökki

 Bergþór Pálsson, sonur Páls skrifar: „Pabbi Páll er nú svolítið spes. Þegar hann horfði á okkur Albert fara í fallhlífarstökk um daginn, vildi hann fara líka í tilefni 95 ára afmælisins nokkrum dögum seinna. Á afmælinu viðraði ekki til stökks, en í dag, á afmælinu hans Alberts viðraði svona ljómandi vel, svo að nú er hann á leið út í vél, og á eftir að klifra í 3000 metra áður en honum verður fleygt út. Alltaf gaman að lifa lífinu!\"
 
Páll tók stökkið í gærkvöld. Hann segir þetta ekki óþægilegra en að standa á tíu metra háum vegg í færslu á sinni Facebook-síðu þar sem hann lýsti reynslunni og sagði ekki seinna að vænna fyrir gamlan veðurvita að bregða sér í fallhlífarstökk og komast í nánara samband við loftið sem hann þættist alltaf vera að fræða aðra um.