Óvissa hækkar vextina

Óvissan sem skapast hefur á mörkuðum vegna kosninga og hvaða ríkisstjórn tekur við getur leitt til þess að fjármagnskostnaður fólks og fyrirtækja hækki. Verði hún viðvarandi um skeið getur það haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með vaxtaákvarðanir Seðlabankans. Stýrivextir yrðu hærri en ella og hætta er á að langtímavextir fylgi í kjölfarið. Þetta og fleira kemur fram í viðtali Hafliða Helgasona við Stefán Brodda Guðjónsson, forstöðumanns Greingardeildar Arionbanka í Markaðstorginu í í kvöld kl 21.30.

Hafliði ræðir einnig við Árna Sigurjónsson, verkefnsistjóra Zipcar á Íslandi sem á og rekur svokallaða deilibíla sem viðskiptavinir geta leigt í skamman tíma til að skjótast um borgina. Árni segir hvern Zipcar bíl fækka bílum á götum borgarinnar um 13 – 17.