Óvenju mikill hvalreki fyrir austan

 Mögulegt er að tvær skugganefjur, hvalategund sem er fremur sjaldséð hér við land, hafi rekið upp á austfirskar strendur í vikunni. Óvenju marga hvali hefur rekið á austfirskar fjörur á árinu. Ekki er vitað hvað veldur.

 austurfrett.is segir frá.

Tilkynnt hefur verið um þrjá hvalreka á Austfjörðum í vikunni. Í byrjun vikunnar rak hræ sem virðist vera af skugganefju á land við Sigmundarhús, utarlega í norðanverðum Reyðarfirði og mögulega aðra sömu tegundar á Barðsnesi í Norðfirði. 

 Nánar má lesa þessa frétt hér.