Ótti „heimamanna“ og norðurljósin

Þáttur kvöldsins: Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands spyr: Hver eru áhrif ferðamennsku á samfélag og menningu? Vaxandi straumur ferðamanna til Íslands hefur vakið umræðu um áhrif þessa á heimafólk og áhyggjur hafa aukist af neikvæðum áhrifum ferðamennsku á samfélag og menningu. Gunnar bendir á að of mikið sé litið á ferðamenn sem eitthvað annað en venjulegt fólk. \"Heimamenn eru líka ferðamenn\", segir Gunnar og því sé hugtakið \"heimamaður\" svolítið afstætt.

Sigmundur Ernir hittir Árna Tryggvason sem hefur gefið út eins konar handbók fyrir erlenda ferðamenn um hvernig njóta má heimsóknarinnar hingað.

Og Albert Jakobsson veit allt um hjólaferðir enda alltaf hjólandi um fjöll og firnindi, það er að segja þegar hann er ekki á jafnsléttu.

 

Og Linda fer í Norðurljósamiðstöðina við Grandagarð í Reykjavík og hittir Grétar Jónsson, stofnandi Aurora Reykjavík og fær að prófa græjurnar á staðnum.

 

Þátturinn Ferðalagið er á dagskrá á milli 20 og 21 og svo endursýndur.