Óþarfi að vera með ríkisútvarp

Markaðstorgið var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöld:

Óþarfi að vera með ríkisútvarp

´Það er mín persónulega skoðun að það sé óþarfi að vera með ríkisútvarp´, segir Magnús Kristjánsson útvarpsstjóri K100 og framkvæmdastjóri hjá Morgunblaðinu í þættinum Markaðstorgið á Hringbraut í kvöld.

Hann bætir við að ef ríkið vill koma ákveðnu sjónvarps- eða útvarpsefni á framfæri sé hægt að gera það með styrkjum. Þá segir Magnús að RÚV ætti ekki að keppa við einkafjölmiðla um að bjóða erlent léttmeti eða íþróttaviðburði eins og HM. Hann bætir við að það gæti verið málamiðlun að takmarka sölustarfsemi á auglýsingum hjá RÚV sem myndi líka spara mörg hundruð milljónir króna.

Annar gestur Markaðstorgsins þessa vikuna er Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og frumkvöðull en hann segir m.a. það óásættanlegt að reka Seðlabankann með tapi. Þá vill Frosti aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi. 

Markaðstorgið er endursýnt í dag og einnig aðgengilegt á hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.

 

Nýjast