Óstöðugleiki í hagkerfinu og óskipulag

Verð á húsnæði hefur hækkað mikið frá hruni og er húsnæðisverð helsta ástæðan fyrir því að verðbólgan mælist þó þetta há í dag. Ævar Rafn Hafþórsson fjármálahagfræðingur var gestur markaðstorgsins í gærkvöld. Hann veltir fyrir sér af hverju árangur Íslands samanborið við Noreg sé verri þegar kemur að framleiðni á byggingamarkaði. Horft er á magntölur, það er, hve margar vinnustundir eru á bakvið hvern fermeter við byggingu fjölbýlishúss í þessum tveimur löndum. Eftir skoðun gagna og útreikninga kemur í ljós að árangur Norðmanna er töluvert betri en okkar. Stuðst var við gögn frá verktökum ásamt opinber gögn bæði frá Noregi og hér heima á Íslandi. Helstu vandamálin að mati Ævars Rafns eru óstöðugleiki í hagkerfinu og skipulag. Sveiflur hafa slæm áhrif á fjárfestingaumhverfið enda er fjárfesting það fyrsta sem fellur þegar kreppir að í hagkerfinu. Einnig geta áhrif eins og skipulag á vinnustað, starfsmannavelta og menntun iðnaðarmanna haft áhrif á árangur í þessum geira.