Össuri þykir líka vænt um Hannes!

Orðahnippingar millum stjórrnmálamanns og stjórnmálafræðings:

Össuri þykir líka vænt um Hannes!

"Hannes Hólmsteinn vekur sérstaka eftirtekt á því á örmiðli sínum að ég hafi kampakátur sagt frá kynnum mínum af „öfgavinstrimanninum“ Jeremy Corbyn. Það tengir hann frétt um að Corbyn hafi umgengist njósnara á tímum Kalda stríðsins."

Þetta skrifar Össur Skarphéðinsson, fyrrversandi utanríkisráðherra á fésbók sína um helgina og telur að lesendur eigi líklega að draga þá ályktun að hann hafi sennilega verið í slagtogi við njósnara á sínum yngri árum: "Má af því tilefni rifja upp, að einn af fyrrverandi ritstjórum Morgunblaðsins, sem Hannes hefur blandað meira geði við en ég," skrifar Össur "upplýsti um eigin upplýsingagjöf til stórveldis á tímum Kalda stríðsins. Hvenær eru menn njósnarar og hvenær ekki," spyr hin roskna stjórnmálakempa - og bætir við. "Sjálfur rak ég öfugan út erindreka hins stórveldsins sem gerðist svo djarfur að fara á fjörur við mig á skrifstofu ungs ritstjóra Þjóðviljans fyrr á tíð."

En Össur er mildur í þessum skrifum sínum - og svo virðist sem tími fyrirgefningarinnar í hans lífi sé runninn upp: "Allt um það. Ég játa fúslega væntumþykju mína um „öfgavinstrimanninn“ Jeremy Corbyn. Hugsanlega má taka það sem dæmi um ótímabær elliglöp að mér er hálfvegis farið að þykja vænt um Hannes Hólmstein líka. Líklega er það af því eðalkratar eru einsog kærleikurinn – jafnlyndir, umbera allt, og elska alla. Jafnvel Hannes Hólmstein," skrifar Össur í lok þorrans.

Nýjast