Össur hjólar í Hörð Ægis

Eyjan.is er með þessa frétt

Össur hjólar í Hörð Ægis

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tekur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, engum vettlingatökum í pistli sínum á Facebook í nótt.

Leiðarar Harðar virðast Össuri ekki að skapi og blöskrar honum svo mikið, að hann leggur til að Hörður skipti um starf. Þá leyfir Össur sér að uppnefna Hörð og aðra sem aðhyllast frjálshyggju og líkir þeim við getnaðarlimi.

Óvæntur stuðningur við Sólveigu Önnu

Össur hefur pistilinn á því að nefna að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar og „byltingarforingja“ hafi borist liðsauki úr óvæntri átt í baráttu sinni fyrir mannsæmandi launum:

„ Hann birtist í Markaðinum en svo heitir fylgirit Fréttablaðsins. Það góða blað lifir nú sína glöðustu daga þegar því tekst í ritstjórnargreinum og fréttaáherslum að útmála hinn vaska formann Eflingar sem eins konar efnahagslega hryðjuverkakonu sem helst vill koma Íslandi á vonarvöl. Harðast gengur fram í þessum soraskrifum “star-reporter” Hörður Ægisson, sem af innblásnum þrótti ofsatrúarmannsins skrifar leiðara á leiðara ofan um það hvernig kröfur Sólveigar Önnu um 40 þúsund króna hækkun á 3 árum ofan á laun örbjarga láglaunakvenna muni steypa þjóðfélaginu fram af hamfarabrúninni.

En nú ber svo við að Markaðurinn, sem er undir sérstakri ritstjórn “star-reporter” birti í gær grein sem speglar allt aðra sýn en ausið er daglega úr súrum trogum hans og Fréttablaðsins. Í greininni er lýst þeirri sýn velmetins og þekkts evrópsks eignastýringarfyrirtækis, BluBay Asset Management, að á næstu tólf mánuðum muni gengi krónunnar styrkjast um tiu %, og nægja til að hemja verðbólgu og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti niður í evrópsk mörk. Þetta er töluvert annað slátur en forrit Viðskiptaráðs spúa hráu í leiðara „star-reporter“ Harðar í Fréttablaðinu,“

Nánar á


https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/14/ossur-hjolar-hord-aegis-thar-yrdi-hann-vel-geymdur-innan-um-hina-frjalshyggjubesefana/

Nýjast