Óskar steinn: „svo talar eyþór eins og hann sé engum háður og skuldi engum neitt. er þetta í lagi?“

„Tölum aðeins um Eyþór Arnalds.“

Þannig hefst færsla Óskars Steins Ómarssonar, varaformanns ungra jafnaðarmanna, en þar fjallar Óskar um lán félags í eigu Samherja til Eyþór Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað hvaðan fjármagnið sem honum var lánað hafi komi. Óskar fer yfir það hvernig peningarnir sem Samherji lánaði Eyþóri fóru í að kaupa stærsta einstaka hlut í Morgunblaðinu og spyr svo í lokin hvort þetta sé í lagi.

‪„Eyþór kaupir stærsta einstaka hlutinn í Morgunblaðinu af Samherja.‬ Eyþór fjármagnar kaupin með kúluláni frá Samherja sem er þegar búið að afskrifa helminginn af. Morgunblaðið dreifir áróðri til stuðnings Eyþóri og virkar í raun sem málgagn Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum í Reykjavík. Morgunblaðið heldur áfram að dreifa áróðri fyrir Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Eftir stendur Eyþór með stærsta einstaka hlutinn í Morgunblaðinu sem hann fékk í raun ókeypis frá Samherja, stærsta útgerðarfélagi Íslands. Svo talar Eyþór eins og hann sé engum háður og skuldi engum neitt. Er þetta í lagi?“