Ósk rætist

Fjármálaráðherra fær ósk sína uppfyllta

Ósk rætist

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist fagna vaxtalækkun Seðlabanka Íslands (SÍ).  Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Fjármálaráðherra hefur verið ósmeikur við að segja skoðun sína á vaxtastiginu hér á landi. Í byrjun þessa mánaðar hvatti Benedikt peningstefnunefnd SÍ til að lækk vexti myndarlega.

Benedikt fagnar ákvörðun SÍ og bætir við að hægt sé að segja að hún hafi verið í samræmi við væntingar hans. Þó að hann hafi vonað að lækkunin yrði meiri. Það er hlutverk peningstefnunefndar SÍ að ákveða vexti og hann hafi fullan skilning á því að nefndin vilji taka varfærin skref. Þessi ákvörðun er liklega í samræmi við væntingar markaðarins segir Bendikt. Hann hefur trú á því að þegar vaxtamunur milli Íslands og útlanda minnkar muni menn í ríkari mæli en nú horfa til erlendra fjárfestinga.

Á það er líka að líta segir Benedikt að raungengi krónunnar er að ná methæðum og því er örugglega skynsamlegt út frá sjónarmiðum áhættudreifingar að horfa meira til útlanda en fjárfestar hafa gert. Þetta getur líka átt við um almenning sem á sparnað.

rtá

Nánar www.vb.is  

Nýjast