Ósáttur með sambandið við viðreisn

Páll Valur Björnsson, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði, í laugardagsþætti Þjóðbrautar, í útvarpi Hringbrautar, í morgun að hann sé ósáttur með hið nána samband sem er orðið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Hann segist hafa sagt skoðun á þessu. Hann lýsir samt yfir trausti á Óttarri Proppé, formanni flokksins.

Páll Valur sagðist hafa trúað að hann næði endurkjöri til þings, en hann var í framboði í Suðurkjördæmi. Hann sagði að þegar nær dró kosningum hafi glögglega sést hversu öflugt kosningakerfi Sjálfstæðisflokksins er. Það sé byggt á mikilli reynslu og hann sagði átta efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér mjög í kosningabaráttunni.

Hljóðbrot úr þættinum verða aðgengileg í dag.

-sme