Kona handtekin: sökuð um að trufla gleðigönguna

Kona var handtekin í Gleðigöngunni í dag þar sem hún var stödd við Skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti.

Vísir greinir frá því að konan hafi verið ósátt við að gangan færi fram en ekki er greint frá hverju konan var nákvæmlega að mótmæla.

Segir í frétt Vísis að konan hafi neitað að fara að fyrirmælum lögreglu og verið flutt á brott í lögreglubifreið og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu.