Ósammála um gildi sýknu í geirfinnsmálinu

Málflutningi í endurupptöku máli Guðmundar-og Geirfinnsmáli lauk í liðinni viku í Hæstarrétti.

 Hæstarréttarlögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ragnar Aðalsteinsson mæta til Lindu Blöndal í umræðuþættinum 21, mánudaginn 17.sept. Þeir eru tveir af fimm verjendum hinna fimm dæmdu sem endurupptakan fjallar nú um. Undanskilin er Erla Bolladóttir sem er sjötti sakborningurinn.

Þeir ræða meðal annars um hvað sýkna fyrir hæstarrétti þýði – en eru ekki á einu máli um það. Jón Steinar segir að sýkna sé að fullu dómur um sakleysi mannanna en Ragnar vill að sérstaklega í dómsorði muni menn lýstir saklausir því sýkna haldi enn opnu að menn hafi gert eitthvað af sér þar sem dómurinn falli á ónógum sönnunargögnum. Það sé ekki nógu afdráttarlaust.