Örvænting Sjálfstæðisflokks í borginni

Gunnar Smári segir Skrímsladeildina komna á stjá:

Örvænting Sjálfstæðisflokks í borginni

Merkir þetta að kosningabarátta Íhaldsins í Reykjavík verður eins sóðaleg í borginni og hún hefur verið undanfarnar Alþingiskosningar? Skatta-Kata, Smári McCarthy vopnaður í Afganistan o.s.frv. Eftir því sem minna má ræða stefnu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga (enginn vill kjósa blinda hagsmunagæslu fyrir hina ríku) því meir leggur flokkurinn upp úr því að gera kosningabaráttu svo ógeðfellda að fólk gefist upp á pólitík og kjósi helst ekki. Andrés hefur verið lykilmaður í æ neikvæðari kosningabaráttu Íhaldsins undanfarin ár. Hann hefur verið kallaður heim, meðal annars vegna þess að Eyþór Laxdal Arnalds nær ekki út fyrir þrengstu raðir sjálfstæðisfólks. Og ef ekki er hægt að tæla fólk til að kjósa xD má kannski fæla það frá að kjósa aðra flokka. Skrifar Gunnar Smári á facebook síðu sína.

Nýjast