Öruggt að pútín hljóti endurkjör

„Það er eig­in­lega talið ör­uggt að Pútín hljóti end­ur­kjör. Spurn­ing­in er með hve mikl­um meiri­hluta og hver kosn­ingaþátt­tak­an verður.“ Þetta seg­ir stjórn­mála­fræðing­ur­inn og fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Rússlandi, Al­bert Jóns­son á fréttavefnum mbl.is, en á morg­un fara fram for­seta­kosn­ing­ar í Rússlandi.

Í síðustu for­seta­kosn­ing­um, sem fram fóru 2012, hlaut Pútín tæp­lega 64% at­kvæða, en kosn­ingaþátt­tak­an var um 65%. Einn helsti and­stæðing­ur Pútíns, Al­ex­ei Navalny, hef­ur hvatt landa sína til þess að sniðganga kosn­ing­arn­ar. Hon­um var meinað að bjóða sig fram í kosn­ing­un­um vegna fimm ára skil­orðsbund­ins fang­els­is­dóms sem hann hlaut vegna fjár­mála­m­is­ferl­is.

„Ég er viss um það að Pútín og stjórn­völd­um er annt um það að þátt­taka verði sem mest og þeir eru viðkvæm­ir fyr­ir þessu. Það á eft­ir að koma í ljós að hve miklu leyti þetta tekst. Navalny er vin­sæll, en hann er það fyrst og fremst í Moskvu og að hluta til í Pét­urs­borg,“ seg­ir Al­bert við vefinn, en hann tel­ur ekki að Navalny muni hafa af­ger­andi áhrif á kosn­ingaþátt­töku.